Notendaskilmálar Skólagáttar

Menntamálastofnun heldur úti Skólagátt sem miðlunarleið til grunnskóla landsins í tengslum við rafræn samræmd könnunarpróf og Lesferil. Óheimilt er að nota Skólagátt í öðrum tilgangi.

Menntamálastofnun veitir skólastjórum aðgang að Skólagátt fyrir sinn skóla. Það er á ábyrgð og í umsjón skólastjóra hverjum hann veitir aðgang að gáttinni en skólastjóra er óheimilt að veita öðrum en þeim sem falla undir þagnarskylduákvæði 12. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla aðgang að gáttinni.

Öðrum en þeim sem skólastjóri hefur veitt aðgang er með öllu óheimilt að skrá sig inn í Skólagátt. Með því að halda áfram staðfestir þú að viðlagðri ábyrgð að hafa heimild til þess að skrá þig inn í Skólagátt og að þú munir gæta að þagnarskyldu og ákvæðum laga nr. 77/2008 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga við meðferð þeirra persónuupplýsinga sem þú hefur aðgang að í gegnum gáttina.

Vinsamlegast skráðu þig inn.


Smelltu hér til að nálgast leiðbeiningar um skólagáttina í nýjum glugga

Um skólagátt

Skólagáttin er miðlunarleið Menntamálastofnunnar við alla grunnskóla landsins. og heldur utan um nemendur og/eða hópa í hverjum skóla.

Tilgangur

Í Skólagátt á að skrá stuðningsúrræði og undanþágur fyrir nemendur vegna samræmdra könnunarprófa, ná í lykilorð fyrir rafræn próf og skrá niðurstöður könnunarprófa.

Innskráning

Ákveðið hefur verið að aðgangur í Skólagátt sé með Íslykli eða rafrænum skilríkjum í stað lykilorða. Skólastjórnendur (skólastjóri og aðrir sem skólastjóri veitir aðgang) geta þá bætt við kennurum og nemendum í skólann. Kennarar geta þá skráð sig inn í skólagáttina og búið til hópa, bætt nemendum í hópana sína og gert allar tengdar aðgerðir.

Til þess að virkja aðgang skóla fyrir skólastjóra/tengilið á Skólagátt þarf að senda eftirgreindar upplýsingar til Menntamálastofnunar á netfangið [email protected]

  1. nafn skóla
  2. kennitölu skóla
  3. nafn og kennitölu skólastjóra/tengiliðs.


Aðgangur

Þegar aðgangur hefur verið virkjaður birtist nafn skólans til vinstri á síðunni og í valstiku efst. Inn á svæðið skráir skólastjóri/tengiliður kennara skólans, nemendur og nemendahópa. Ef nafn skóla birtist ekki við innskráningu er viðkomandi ekki á skrá sem kennari eða skólastjórnandi í grunnskóla.

Til að fá aðgang þarf að hafa samband við skólastjóra/tengilið sem breytir skráningu og opnar fyrir aðgang að Skólagátt.

Aðstoð

Ef einhverjar spurningar vakna, eða þörf á aðstoð við skráningu, vinsamlega hafið samband með tölvupósti á netfangið [email protected]